Nefnið dæmi um hvernig má átta sig á gildum [math]\sin\left(\frac{\pi}{3}\right)[/math], [math]\sin\left(\frac{\pi}{4}\right)[/math] og [math]\sin\left(\frac{\pi}{6}\right)[/math] með því að nota einingarhring.
(Dæmi um svar). Lesa má gildi sinus-fallsins sem y-hnit punkts á einingarhringnum (og gildi cosinus-fallsins sem x-hnit sama punkts) þegar einingarvigur með upphaf í [math]\left(0,0\right)[/math] og endapunkt á einingarhringnum hefur stefnuhornið [math]\theta[/math](mælt frá x-ás, rangsælis). Hálfur hringur er [math]\pi[/math] radíanar svo [math]\frac{\pi}{3}[/math] er þriðjungur úr hálfhring eða 60°. Höfum þá í fyrsta fjórðungi að út frá vigrinum má teikna rétthyrndan þríhyrning með horn 30°, 60° og 90° en slíkur þríhyrningur hefur langhlið 1 og skammhliðar [math]\frac{1}{2}[/math] (á móti 30° horninu) og [math]\frac{\sqrt{3}}{2}[/math] (á móti 60° horninu). Hér fæst því að [math]\sin\left(\frac{\pi}{3}\right)=\frac{\sqrt{3}}{2}[/math] . Á sambærilegan hátt má færa rök fyrir að [math]\sin\left(\frac{\pi}{6}\right)=\frac{1}{2}[/math]. Fyrir [math]\frac{\pi}{4}[/math] teiknast þríhyrningur með langhlið 1 og báðar skammhliðarnar [math]\frac{\sqrt{2}}{2}[/math] svo [math]\sin\left(\frac{\pi}{4}\right)=\frac{\sqrt{2}}{2}[/math].