[size=150][b]1)[/b][/size] Farðu á vefsíðuna [url=https://geogebra.org]geogebra.org [/url]og veldu [b]3D Graphing.[/b]
[b][size=150]2)[/size][/b] Efst í vinstra horninu þarftu að velja aðalvalmyndina ([b]Main Menu)[/b] og þá geturðu annað hvort búið til [b]Nýtt[/b] skjal ([b]New[/b] file) eða [b]Opna[/b]ð ([b]Open[/b]) skjal sem þegar er til staðar.
[b][size=100][size=150]3)[/size][/size][/b] Ef þú býrð til [b]Nýtt [/b]skjal ([b]New[/b]) þá geturðu smíðað hlut annað hvort með því að nota [b]Grunnverkfæri[/b]n ([b]geometric constructions[/b]) eða með því að nota [b]algebru inntakið[/b] ([b]algebraic descriptions[/b]).
[size=85][size=100][color=#0000ff][i]Athugið[/i][/color]: ef þú þekkir ekki hvernig nota má jöfnur og tákn til að teikna hluti í GeoGebru þá mælum við með að þú skoðir nokkur [url=https://www.geogebra.org/m/pkfzccjw#chapter/314408]Sýnidæmi[/url]. [/size][/size]
[b][size=100][size=150]4)[/size][/size][/b] Ef þú velur að [b]Opna[/b] ([b]Open[/b]) veldu skrá sem þú áttir fyrir og smelltu á [b]Breyta[/b] ([b]Edit[/b]).
[size=100][i][color=#0000ff]Athugið:[/color][/i] Nýta má leitina Leit á [i]GeoGebra Materials[/i] í leitarglugganum efst á síðunni. Með því að leita að [b]printable[/b], til dæmis, þá koma ýmsir prentanlegir hlutir.[/size]
[b][size=150]5)[/size][/b] Nú er allt að verða tilbúið! Eftir að þú hefur gert breytingar sem þú vilt gera fyrir prentun þarftu að velja [b]Flytja út [/b]([b]Download as[/b]) og [b]STL[/b] í aðalvalmyndinni til að fá STL skjal með smíðinni þinni. [br][br][i][color=#0000ff]MIKILVÆGT[/color][/i]: Gætið þess að allt sem þú vilt prenta sé sýnilegt í aðalglugganum og að það sem þú vilt ekki prenta út sé annað hvort falið eða búið að eyða því. Dæmi um það sem þarf að fela eru ásar hnitakerfisins.
[size=150][b]6)[/b][/size] Nú skulum við skoða STL skjalið í þeim þrívíddar-prentunar hugbúnaði sem þér þykir þægilegastur. Þar getur þú gert lokabreytingar ef þörf er á. Nánar um þetta í skjalinu [url=https://www.geogebra.org/material/edit/id/yaxnk8pd]Stillingar með þrívíddar-prentunar hugbúnaði[/url].
[i][b][color=#ff0000]Athugið[/color][/b]: [/i]Þótt hér sé gengið út frá 3D Graphing hluta GeoGebru þá er einnig mögulegt að hlaða niður STL skrá úr öðrum hlutum GeoGebru. Það er þó stundum nokkuð frábrugðið því sem að ofan er lýst. Til dæmis gildir í [url=https://www.geogebra.org/classic]GeoGebra Classic[/url] að aðalvalmyndin er efst í hægra (ekki vinstra) horninu.