Notaðu rennistikuna til að stilla línuna til samræmis við kílóverðið (verð per kíló).[br]Notaðu punktverkfærið til að búa til nýja punkta.[br]Þú getur þysjað út og inn og fært til grafið ef þú þarft.[br]Til að endurræsa, þarf að smella á táknið efst til hægri.
Búið er að merkja staðsetningu nokkurra sykurpoka inn í hnitakerfið. Af grafinu má lesa verð og þyngd sykurpokanna.[br]a) Hallatala línunnar ræðst af kílóverðinu. Notaðu línuna til að lesa kílóverð hvers sykurpoka af grafinu. [br]b) Hvaða sykurpokar eru með sama kílóverð?[br]c) Skráðu punkt inn á grafið sem táknar pakkningu sem er ólík D, en er með sama kílóverð og D. [br]d) Ef þú vilt kaupa 10 kg af sykri, hvaða poka áttu þá að velja?