Hornapör - verkefni 1
Verkefni um hornapör
Reynið að fylgja verkefnalýsingunni hér fyrir neðan og byrjið frá grunni í auðu GeoGebru skjali (GeoGebra Classic 5). [br][br]Ef þið lendið í vandræðum eða treystið ykkur ekki til, þá er tilbúið applet hér fyrir neðan sem þið getið unnið með.
Verkefnalýsing
Flatarmál samsíðungs
Leiðbeiningar:
Í smáforritinu hér fyrir neðan, notaðu fylla reglustikuna til þess að samsíðungurinn verði nógu ljós þannig að þú sjáir hvíta hnitanetið í gegnum hann. (Ekki ýta á neitt annað strax!) [br][br]Eftir að þú ert búin/n að aðlaga fylla reglustikuna, reyndu þá að telja hversu margir kassar eru inní samsíðungnum. [br]Passaðu þig að telja líka þá sem eru ekki heilir! Gefðu góða ágiskun í spurninga boxið hér fyrir neðan.[br]Að því loknu svarið þá spurningunum fyrir neðan smáforritið.
Hversu marga ferninga (fermetra) sérðu í samsíðungnum hér fyrir neðan?
Renndu "Hreyfðu mig!" reglustikunni núna. Fylgstu vel með því sem gerist. Hvaða form sérðu núna?
Hvernig er flatarmál þessa forms í samanburði við flatarmál samsíðungsins? Hvernig veistu það?
Hversu marga ferninga telur þú núna í nýja forminu sem myndaðist? Hversu margir ferningar voru í samsíðunginum? [br]
Lýstu því hvernig þú reiknar flatarmál samsíðungs.
Verkefni fengið af: [url=https://www.geogebra.org/m/D8rjsGzF]https://www.geogebra.org/m/D8rjsGzF[br][br][/url]Höfundur: [url=https://www.geogebra.org/u/tbrzezinski]Tim Brzezinski[/url]
Yfirborðsflatarmál réttstrendings
Kynnið ykkur verkfærin í smáforritinu hér fyrir neðan í u.þ.b. 2 mínútur.[br]Eftir að þið hafið kynnt ykkur forritið, svarið þá spurningunum hér fyrir neðan.
Búið til réttstrending með lengdina = 4 einingar, breiddina = 5 einingar og hæðina = 3 einingar.
1.
Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á [color=#ff00ff]bleika yfirborðinu?[/color][br]Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á[color=#f1c232] gyllta yfirborðinu?[/color][br]Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á hvíta yfirborðinu?[br][br]Athugið að réttstrendingurinn hefur tvær [color=#ff00ff]bleikar [/color]hliðar, tvær [color=#f1c232]gylltar [/color]hliðar og tvær hvítar hliðar. Það sést ef þið færið "Búa til net" rennistikuna eða "valmöguleikar" rennistikuna.
2.
Notaðu svörin við spurningu 1 til þess að finna yfirborðsflatarmál réttstrendingsins.[br]Það er, hversu margar fermetra einingar eða fermetrar þekja allt yfirborð þessa réttstrendings?
Búið núna til réttstrending með lengdina = 8 einingar, breiddina = 3 einingar og hæðina = 5 einingar.
3.
Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á[color=#ff00ff]bleika yfirborðinu?[/color][br]Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á [color=#f1c232]gyllta yfirborðinu?[/color][br]Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á hvíta yfirborðinu?
4.
Notaðu svörin við spurningu 3 til þess að finna yfirborðsflatarmál réttstrendingsins.
5.
Útskýrðu hvernig við getum ákveðið yfirborðsflatarmál (hversu margar einingar) þekja allt yfirborð réttstrendingsins.[br]
Verkefni fengið af: [url=https://www.geogebra.org/m/fmbmkpj7]https://www.geogebra.org/m/fmbmkpj7[br][br][/url]Höfundur: [url=https://www.geogebra.org/u/tbrzezinski]Tim Brzezinski[/url]
Rúmmál - verkefni 1
Notið reglustikuna til þess að búa til réttstrendinga, og finnið svo rúmmál þeirra.[br][br]Gerðu réttstrending með rúmmálið: 120 einingar (units)[br]Gerðu réttstrending með rúmmálið: 16 einingar (units)[br]Gerðu réttstrending með rúmmálið: 180 einingar (units)[br][br]Taktu skjáskot og sendu myndirnar inná Google Classroom eða viðeigandi námsvef.
Verkefni fengið af: [url=https://www.geogebra.org/m/AUQA4nkZ]https://www.geogebra.org/m/AUQA4nkZ[br][br][/url]Höfundur: [url=https://www.geogebra.org/u/dhabecker]Duane Habecker[/url]
Flatarmál
Hvernig vex flatarmál rétthyrninga
Í þessu verkefni áttu að skoða hvernig flatarmál fernings breytist ef þú tvöfaldar eða þrefaldar hliðarlengdirnar.[br][br]Rauði ferningurinn er grunnformið. Notaðu rauðu rennistikuna til að velja hliðarlengdirnar á honum.[br][br]Renndu síðan bláu stikunni til hliðar til þess að tvöfalda eða þrefalda hliðarlengdirnar. Blái ferningurinn er útkoman þegar búið er að stækka hliðarlengdirnar.[br][br]Hvað sérðu?
Höfundar: Elísabet Blöndal og Sunneva Fríða Böðvarsdóttir
Æfing 1 - para saman
Flokkun ferhyrninga
[size=85][size=100]Flokkaðu ferhyrningana A til T með því að lita þá. Smelltu á marghyrning til hægri og veldu svo samsvarandi form (A til T) til vinstri.[br]Þú getur notað reglustikuna til þess að mæla lengdir og rétt horn. (Þú notar rauða x-ið og punktinn til þess að snúa og færa).[/size][/size]
Verkefni fengið af: [url=https://www.geogebra.org/m/RMQrCsdF]https://www.geogebra.org/m/RMQrCsdF[/url][br][br]Höfundur: [url=https://www.geogebra.org/u/orchiming]Anthony OR 柯志明[/url]