GeoGebra námsefni

Hvað er GeoGebra námsefni?
[i]GeoGebra[/i] námsefni nær yfir kvik verkefni (e. [i]Dynamic Activities) [/i]og [i]GeoGebra bækur (e. GeoGebra Books)[/i].[br][br]Þegar þú ert innskráð/ur á þínum aðgangi þá sjást þau verkefni og bækur sem þú annað hvort hefur búið til eða afritað frá öðrum og þýtt eða breytt. Þú getur útbúið ný verkefni (e. [i]Activities)[/i] og bækur (e. [i]Books)[/i] og breytt þeim sem fyrir eru. Athugaðu að oft eru verkefnin einungis sýnileg þér [i](e.[/i] [i]private)[/i] og þessu er hægt að breyta með stillingum. Þannig geturðu gert [i]GeoGebra [/i]verkefnin þín sýnileg öðrum annað hvort með því að gefa þau út (e. [i]publish[/i]) eða deila þeim með tengli (e. [i]share with link[/i]).
Kvik vinnublöð og verkefni
Kvik vinnublöð eða verkefni (e. [i]Dynamic Activity[/i]) eru verkefni sem notandi getur fiktað í og breytt því sem er í boði hverju sinni. Þau geta innihaldið texta, smáforrit, myndbönd, myndir, spurningar með svarreitum, verkeni og fleira í þeirri röð og því magni sem þú vilt.[br][br]Hægt er að breyta verkefnum (e. [i]Activity) [/i]á vefnum með þar til gerðum ritli og einnig er í boði að útbúa kvik verkefni frá grunni á vefnum (e. [i]Dynamic Activity[/i]). Við munum skoða það og fleira í þessum leiðbeiningabæklingi..[br][br][b]Athugaðu:[/b] Þú getur líka útbúið ný verkefni innan í bók (e. [i]GeoGebra Book) [/i] í bókar ritlinum (e. [i]Book [/i]editor).
GeoGebra Bók
[i]GeoGebra Bók [/i]er safn af mismunandi vinnublöðum (e. [i]Dynamic Activities). [/i]Þú getur útbúið titilsíðu og sett upp mismunandi verkefni í köflum. Eftir að þú útbýrð [i]GeoGebra Bók, [/i]þá geturðu notað öll vinnublöðin sem var safnað saman inn í bókina.[br][br]Bókarritillinn auðveldar þér að útbúa [i]GeoGebra Bók[/i] og það verður eitthvað fjallað um þetta í þessum leiðbeiningabæklingi.

Information: GeoGebra námsefni