[math]g(x)=\cos(x)[/math] þegar [math]x\ge\frac{\pi}{3}[/math] en [math]g(x)=ax+b[/math] þegar [math]x<\frac{\pi}{3}[/math]. Finnið gildi á [math]a[/math] og [math]b[/math] sem eru þannig að fallið verði samfellt (ef mögulegt).
Til að fallið verði samfellt þarf línan að tengjast við feril kósínusfallsins þegar [math]x=\frac{\pi}{3}[/math]. Athugum að [math]\cos(\frac{\pi}{3})=\frac{1}{2}[/math] svo hér nægir að línan fari gegnum punktinn [math]\left(\frac{\pi}{3},\frac{1}{2}\right)[/math]. Þetta þýðir að við þurfum [math]a\cdot\frac{\pi}{3}+b=\frac{1}{2}[/math]. Auðveldast er að velja [math]a=0[/math] og fá lárétta línu [math]y=\frac{1}{2}[/math]. Dæmi um aðra lausn væri [math]a=\frac{3}{\pi}[/math] og [math]b=-\frac{1}{2}[/math] sem gefur línuna [math]y=\frac{3}{\pi}x-\frac{1}{2}[/math].