Algebruverkefni – Könnun með Algebrukennaranum

Í þessu verkefni notarðu Algebrukennarann til að kanna hvernig algebra virkar. Lestu hvert efni[br]vandlega og spjallaðu við Algebrukennarann með því að spyrja þínar eigin spurningar tengdar[br]efninu.[br]Opnaðu þennan hlekk til að opna [b]Algebrukennarann:[/b][br]
[b]Markmið[/b]:[br]Notaðu Algebrukennarann sem hugsunarfélaga — ekki til að fá svör, heldur til að spyrja, kanna[br]og útskýra hugsunina þína.
1. Uppbygging algebrulegra stæða
Kannaðu með Algebrukennaranum hvernig stæður eru samsettar. Ræddu hvernig breytuliðir, tölur og[br]tölugildi vinna saman í sömu stæðu. Skrifaðu stutta samantekt um það sem þú uppgötvar.
2. Svipaðir liðir í stæðu
Kannaðu með Algebrukennaranum hvernig hægt er að sameina liði sem hafa sömu breytu eða[br]tölugildi. Ræddu hvernig má þekkja svipaða liði og hvers vegna aðeins þá má leggja saman eða draga frá. Skrifaðu niður það sem þú lærðir frá [b]Algebrukennaranum[/b].
3. Jákvæð og neikvæð formerki
Prófaðu dæmi með Algebrukennaranum þar sem liðir hafa bæði jákvæð og neikvæð formerki.[br]Athugaðu hvernig merkið fyrir framan liði breytir niðurstöðunni og sýndu með dæmi hvernig þetta virkar. Lýstu í eigin orðum hvernig formerki hafa áhrif þegar unnið er með stæður.
4. Að einfalda stæður
Láttu Algebrukennarann búa til stæðu með mismunandi breytuliðum og fastatölum. Fylgstu með hvernig hægt er að sameina liði og einfalda skref fyrir skref. Skrifaðu niður dæmi og útskýrðu hvað breyttist og hvað hélst óbreytt.
5. Að leysa jöfnur og halda jafnvægi
Ræddu við Algebrukennarann um hvað það þýðir að leysa jöfnu. [br]Biðdu Algebrukennarann um dæmi þar sem notaðar eru fleiri en ein aðgerð (samlagning, frádráttur, margföldun eða deiling).[br]Taktu eftir hvernig jafnvægi helst milli hliða jöfnunnar og hvað allar aðgerðir eiga sameiginlegt.[br]Skrifaðu stutta útskýringu á því hvernig þú heldur jafnvægi þegar þú leysir jöfnu.[br]
6. Að prófa lausnir
Skoðaðu með Algebrukennaranum hvernig hægt er að athuga hvort lausn sé rétt með því að setja gildið aftur inn í jöfnuna. Prófaðu þessa aðferð á dæmum sem þú hefur leyst áður. Skrifaðu hvað þú lærðir um að athuga eigin lausnir.
7. Algebra í raunveruleikanum
Biðdu Algebrukennarann að gefa þér dæmi úr daglegu lífi þar sem algebra nýtist. [br]a. Notaðu það sem þú hefur safnað saman í fyrri hlutum verkefnisins til að leysa dæmið. [br]b. Skrifaðu hvernig algebra hjálpaði þér að leysa dæmið [br]c. Skrifaðu hvaða reglur eða aðferðir þú notaðir.
Sluiten

Informatie: Algebruverkefni – Könnun með Algebrukennaranum