Rita má skipanir í [i]Inntaksreiti Algebrugluggans[/i]. Hverri skipun fylgja svigar (eða hornklofar) sem innihalda nauðsynleg viðföng skipunarinnar sem notuð er hverju sinni.[br][br][u]Dæmi[/u]: Skipunin [code]Marghyrningur(A, B, C)[/code] (eða [code]Marghyrningur[A, B, C][/code]) býr til marghyrning með hornpunktana [i]A[/i], [i]B[/i], og [i]C[/i].[br][br][u]Ábending[/u]: Til að fá aðstoð varðandi tiltekna skipun má smella á [img]https://wiki.geogebra.org/uploads/thumb/e/eb/Menu-help.svg/16px-Menu-help.svg.png[/img] [i]Hjálp[/i] og opna [url=https://wiki.geogebra.org/en/Manual]GeoGebra Handbókina[/url]. Þar er að finna nákvæma lýsingu á öllum skipunum og verkfærum.
[b]Skoðum skipunina [i]Lína[/i][/b][br][list=1][*]Skrifaðu Lína(A, B) í [i]Inntaksreit Algebrugluggans[/i] og notaðu vendihnapp ([i]Enter[/i]) til að búa til línuna [i]a[/i] gegnum punktana [i]A[/i] and [i]B[/i].[/*][*]Hvernig er hægt að gera aðra línu samsíða [i]a[/i] gegnum punktinn [i]C[/i]? Finndu út úr því![/*][/list][br][b]Skoðum skpunina [i]Hringur[/i][/b][br][list=1][*]Búðu til hring með miðju í [i]A[/i] og geisla 2.[/*][*]Búðu til hring með miðju í [i]B[/i] sem liggur gegnum punktinn [i]C[/i].[/*][*]Búðu til hring gegnum punktana [i]A[/i], [i]B[/i], og [i]C[/i].[/*][/list]
Þegar ritaðir hafa verið tveir fyrstu stafir einhverrar skipunar í [i]Inntaksreit Algebrugluggans[/i], þá reynir GeoGebra að giska á hvaða skipun þú ætlar að nota og sýnir þér hvað þarf til að fullkomna skipunina með svigum eða hornklofum.[br][br][list][*]Ef GeoGebra sýnir það sem þú leitaðir að þá geturðu valið það með vendihnappi ([i]Enter[/i]) og notað ábendingarnar til að fylla í skipunina.[br][/*][*]Ef þú sérð ekki það sem þú leitaðir að þá geturðu haldið áfram að skrifa þar til það birtist.[/*][/list][br][u]Athugið[/u]: Eftir að hafa valið skipun þá ljómast fyrsta viðfangið og þú getur skráð það sem þú vilt (t.d. punkt [i]A[/i]). Til að ljóma næsta viðfang geturðu sett inn kommu eða ýtt á [i]tab [/i]takka lyklaborðsins.