Flytja má myndir inn í GeoGebru með því að nota verkfærið[icon]/images/ggb/toolbar/mode_image.png[/icon] Setja inn mynd.[br][b]Ábending[/b]: Þetta verkfær má finna í verkfærakistunni næstlengst til hægri þar sem rennistikan sést vanalega efst.
Staðsetning myndarinnar ákvarðast af tveimur punktum.[br][br][list=1][*]Komdu punktunum fyrir eins og þú vilt að myndin birtist í hnitakerfinu, t.d. með hnitin (0,0) og (12,0).[/*][*]Veldu annan punktanna og [b]Eiginleika hlutar[/b]. Í flipanum [b]Grunneiginleikar[/b] skaltu haka við Festa hlut.[br][/*][*]Veldu hinn punktinn og festu hann líka.[/*][/list]
Veldu [b]Eiginleika hlutar[/b] og í flipanum[br][br][list=1][*][b]Grunneiginleikar[/b] skaltu haka við Mynd í bakgrunni til að aðrir hlutir feli sig aldrei bak við myndina.[br][/*][*][b]Litur[/b] skaltu breyta ógagnsæis-hlutfallinu í 25%[/*][/list]
Þú getur notað myndaleit leitarvélar og fundið t.d. mynd af gosbrunni, vatnshana, brú, byggingu eða skotferli bolta.[br][br][list=1][*]Flyttu myndina inn [icon]/images/ggb/toolbar/mode_image.png[/icon]eins og lýst er hér að ofan, festu hana og settu í bakgrunn[/*][*]Notaðu punkt-verkfærið [icon]/images/ggb/toolbar/mode_point.png[/icon]til að merkja inn þrjá punkta sem eru á fleygbogaferlinum.[/*][*]Skráðu í inntaksreitinn Margliða() og settu nöfn punktanna þriggja inn í fallið áður en þú slærð á vendihnappinn (Enter) á lyklaborðinu.[/*][*]Þú getur fært punktana til þar til ferillinn fellur vel að myndinni.[/*][*]Ef þú vilt birta jöfnu fleygbogans í teikniglugganum þá geturðu notað [icon]/images/ggb/toolbar/mode_text.png[/icon] Textaverkfærið og sett inn texta með því að velja fallið úr fellivalmyndinni [i]Hlutir.[/i][/*][*]Til að skoða fallið nánar má til dæmis nota Fallaskoðara-verkfærið [icon]/images/ggb/toolbar/mode_functioninspector.png[/icon] sem finna má í verkfærakistunni með horninu efst.[/*][/list]