[list=1][*][url=https://www.geogebra.org/u][size=100][/size]Skráðu þig[/url] inn á [i]GeoGebra[/i] heimasíðuna þína.[br][b]Athugaðu:[/b] Ef þú ert ekki með [i]GeoGebra[/i] aðgang, skaltu [url=https://accounts.geogebra.org/user/create]skrá þig hér[/url].[/*][*]Smelltu á [img]https://wiki.geogebra.org/uploads/thumb/7/7d/Menu-file-new.svg/16px-Menu-file-new.svg.png[/img] [i]búa til (Create)[/i] hnappinn og veldu [i]Activity[/i] til að opna ritilinn.[/*][/list]
Þitt kvika vinnublað getur innihaldið alls konar mismunandi hluta, t.d. texta, myndir, myndbönd og [i]GeoGebra[/i] smáforrit.
[list=1][*][size=100][/size]Skráðu heiti vinnublaðsins.[/*][*]Veldu þann hluta sem þú vilt bæta við (t.d. texta).[/*][*]Fylltu inn í þann hluta sem þú bættir við (t.d. skrifa verkefni eða leiðbeiningar).[/*][*]Veldu [img]https://wiki.geogebra.org/uploads/thumb/7/7d/Menu-file-new.svg/16px-Menu-file-new.svg.png[/img] [i]ADD ELEMENT [/i]til að bæta við fleiri hlutum (t.d. [i]GeoGebra[/i] smáforrit).[/*][*]Haltu áfram að bæta við og breyta þar til þú ert sátt/ur við útkomuna.[br][/*][*]Vistaðu útkomuna með því annað hvort að smella á Vista ( [i]Save[/i] ) efst í hægra horni ritilsins eða neðst á síðu ritilsins.[/*][*]Veldu táknið [img width=20,height=20]https://lh3.googleusercontent.com/wH8vvLo-VnLV6hGzGfxrWoP71gY-tMixp63cZ9vVRM74T45QkctOlr59PS-s7gFsw6YmEzp0kMlN547L4erMq59yMt5JfBeSVaDNbYARVh9qo0WRhhqEiVfc8t2GGBHjOJOx6Oe4[/img] [i]Skoða námsefni (View resource)[/i] til að sjá hvernig námsefnið lítur út fyrir öðrum notendum.[b][br][/b][b]Athugaðu[/b][b]:[/b] Þú þarft að vista breytingarnar til að geta séð þær í forskoðunarham (preview).[br][/*][*]Skráðu upplýsingar um námsefnið, svo sem hvaða aldurshópi það er ætlað og hvaða námsþætti það tilheyrir. Notaðu íslensk hugtök ef verkefnið er á íslensku og þú vilt að aðrir notendur geti fundið þetta námsefni.[/*][*]Veldu Vista og loka ( [i]Save & Close[/i] ) neðst á síðu ritilsins til að vista það sem þú hefur gert og loka ritlinum.[/*][/list]
Það hjálpar öðrum að finna námsefnið ef þú gefur þér tíma til að skrá nánari upplýsingar um það.[br][br][list][*]Sýnileiki (Visibility)[br]Ákveddu hver getur skoðað þetta námsefni: [list][*][i]Deila með hlekk (Shared with Link)[/i]: Einungis notendur sem hafa fengið hlekkinn afhentan frá þér geta skoðað námsefnið. Aðrir notendur en þú geta ekki leitað að eða fundið þetta námsefni án þess að fá hlekkinn sendan.[/*][*][i]Einungis sýnilegt mér (Private)[/i]: Aðrir notendur geta ekki skoðað þetta námsefni og ekki leitað eða fundið það heldur.[br][/*][*][b]Athugaðu: [/b]Til að gefa út námsefni þarf að stilla á Útgefið ([i]Public[/i]) og það verður einmitt skoðað í þessum leiðbeiningabæklingi.[/*][/list][/*][/list][list][*]Lykilorð (Tags)[br]Til að notendur eigi auðveldara með að finna námsefnið geturðu bætt við lykilorðum svo sem hugtökum eða heiti námsþættis.[br][b]Athugaðu:[/b] Þegar þú velur að gefa út námsefni þá verður þú ávallt beðin/nn/ð um að bæta við lykilorðum til að auðvelda öðrum notendum leit.[/*][/list][br]
Tannhjólið opnar stillingar (A[i]ctivity Settings)[/i] [img]https://www.geogebra.org/wiki/uploads/thumb/3/30/Menu-options.svg/16px-Menu-options.svg.png[/img] neðst á síðu námsefnis-ritilsins.[br][list][*]Forskoðunar-mynd (Preview Image)[br]Breyttu þeirri mynd sem einkennir námsefnið við leit og yfirlit (tillaga að mynd hefur verið útbúin út frá þeim hlutum sem þú hefur bætt við innihald námsefnisins). Veldu Breyta mynd ([i]Change Image) [/i]til að að hlaða inn þinni eigin mynd.[br][b]Athugaðu[/b]: Þú þarft að vera tilbúin/nn/ð með mynd og getur útbúið hana t.d. með því að taka skjáskot og vista það áður en þú velur að breyta myndinni.[br][br][/*][*]Lýsing (Description)[br]Lýstu innihaldi vinnublaðsins og gerðu þannig auðveldara fyrir aðra notendur að ákveða hvort þetta sé það sem þau voru að leita að.[br][br][/*][*]Markhópur (Aldur) (Target Group (Age))[br]Settu fram aldursbil sem þetta námsefni er ætlað. [br][br][/*][*]Tungumál (Language)[br]Skráðu tungumálið sem leiðbeiningar og fleira innan námsefnisins eru skráðar á til að aðstoða aðra notendur á þínu tungumáli við að nálgast námsefnið.[/*][/list][br][b]Athugaðu[/b]: Tannhjólið sem veitir aðgang að stillingum ([i]Activity Settings)[/i] [img]https://www.geogebra.org/wiki/uploads/thumb/3/30/Menu-options.svg/16px-Menu-options.svg.png[/img] er þannig upp sett að allar breytingar vistast strax og þú velur Vista eða Vista og loka (Save, Save & Close).