Hægt er að skoða þúsundir verkefna með því að nýta námsþátta/hugtaka-kortið (e. [url=https://www.geogebra.org/materials][i]Math Topic Maps[/i][/url]) og skoða 150 mismunandi námsþætti innan stærðfræði. Þar sem mikið af námsefninu er til á ensku þá geturðu nýtt þér [url=http://stae.is/os]orðabók Stærðfræðafélagsins[/url] til að leita að því hugtaki sem þú vilt finna í hugtakakortinu.
Á upphafssíðu [i]GeoGebra[/i] má finna ýmiss konar námsefni (e. [i]Resources[/i]) með því að nota leitarorð eða nýta sér námsþátta/hugtaka-kortið. [br][br]Þú getur smellt á einhvern hnútanna í kortinu til að sjá verkefni og bækur birtast fyrir neðan kortið. Að auki birtast oft fleiri undirhugtök sem sömuleiðis er hægt að smella á til að finna fleira námsefni tengt því tiltekna hugtaki.[br][br]Sem dæmi geturðu prófað að smella á föll (e. [i][url=https://www.geogebra.org/t/functions]Functions[/url][/i]) og þannig fengið lista [i]GeoGebra [/i]verkefna sem fjalla um föll og skoðað hugtakakort fyrir undirgreinar þessa hugtaks á borð við beinar línur, fleygboga, veldisföll og fleira (e. linear functions, quadratic functions, exponential functions).[br][br]Ávallt er hægt að fara til baka með því að smella á annað hugtak / annan námsþátt í kortinu og/eða með því að smella á yfirhugtak þess tiltekna hugtaks sem þú varst að skoða á kortinu[i].[/i]
Hægt er að nota síu til að skoða annað hvort verkefni ([i]Activities)[/i] eða bækur ([i]Books) [/i]í fellivalmyndinni fyrir neðan námsþátta/hugtakakortið[i].[br][br][/i]Sem dæmi - ef þú leitar að rúmfræðihugtökum með því að skoða námsþáttinn rúmfræði (e. [url=https://www.geogebra.org/t/geometry][i]Geometry[/i][/url] ) og velur bækur ([i]Books)[/i] úr fellivalmyndinni, þá birtast einungis bækur sem hafa eitthvert innihald tengt rúmfræði. [br][br]Þú getur alltaf farið til baka og séð yfirlit yfir bæði bækur og verkefni með því að velja [i]Any resource type [/i]í fellivalmyndinni.