Fleygbogi - rúmfræðilega

1. Hvernig er rauði punkturinn (með slóðina) fundinn?
Prófið að færa bláa punktinn og fylgjast með slóðinni eftir rauða punktinn.[br][br]Slóðin myndar fleygboga, sem er heitið yfir feril sem er þannig að sérhver punktur á honum hefur sömu fjarlægð til fastrar línu og til fastapunktar (utan við línuna). [br][br]Verkefnið er að finna út hvernig hægt er að teikna rauða punktinn, og þar með slóðina, út frá línunni, fastapunktinum og punktinum P sem færist eftir línunni. Hvernig er hægt að miða rauða punktinn út?[br][br]Það er líka hægt að færa línuna og fasta punktinn og skoða hvaða áhrif það hefur.[br]
2. Fyrir lengra komna: hvernig tengist þetta grafi annars stigs jöfnu?
(a) Hvernig er hægt að sýna fram á að graf annars stigs falls sé í raun fleygbogi (samkvæmt rúmfræðilegri skilgreiningu)?[br][br](b) Beina línan nefnist stýrilína (e. directrix) fleygbogans og fasti punkturinn nefnist brennipunktur (e. focus) hans. Hvernig er hægt að finna jöfnu fleygboga út frá jöfnu stýrilínu og hnitum brennipunkts?

Information: Fleygbogi - rúmfræðilega