Þetta forrit hjálpar okkur að sjá línuleg föll myndrænt. Í stað þess að teikna á blað munum við nota þetta forrit til að teikna línuleg föll.[br][br]Við höfum lært hvernig á að teikna línulegt fall þegar við höfum einn punkt og hallatölu þess. Nú ætlum við að sjá hvernig við getum notað skurðpunkt við y-ás til að teikna ÖLL línuleg föll. Til að teikna línuleg föll dugar að hafa hallatölu og y-skurðpunkt.
Þú munt sjá fall á forminu y = kx + m, þar sem k er hallatala og m er skurðpunktur við y-ás. Þetta þýðir að grafið fer í gegnum punktinn (0, m).[br][br]1. Fyrst þarftu að finna punkt A (0, m) og nota aðferðina „stig-færsla“ (e. rise-run) til að sjá hvar punktur B lendir.[br][br]2. Færðu þig upp ef talan k er jákvæð, jafn mörg bil og gildið segir til um.[b][br][/b]3. Færðu þig svo til hægri jafn oft og nefnarinn segir til um. Ef hallatalan er heiltala eins og 1, 2 eða 3, þá er það eitt bil. Ef hún er brot, þá færistu til hægri eftir gildi nefnarans.[br][br]Það er ekkert flóknara en þetta! Forritið segir þér hvort það hafi tekist og svo geturðu búið til nýja línu með því að ýta á hnappinn „new line“ (ný lína).[br][br]
Mladen mun fylgjast með fjölda falla sem þið hafið gert. Látið hann vita þegar þið eruð búin svo hann geti merkt það á blaðið sitt.