Hvert [i]GeoGebra[/i] námsefni á sér síðu með nánari (ítarlegri) upplýsingum ([i]Details[/i]) þar sem fram koma upplýsingar um verkefnið. Til að skoða ítarlegri upplýsingar velur þú punktana þrjá [img width=20,height=20]https://lh4.googleusercontent.com/42mEPSq89wdWtnO04jxvakYXbK2BC3G6CXh9KR1Q5eC7UalyZHE0nuwSLRgTyDvEldqsHaHAlzWmLVYccuzM8ldhXNPGLBsn9dtToWJrwvrQisx_7KPAvCcHe1sCj8LogiLDo2Yg[/img] og því næst velurðu [i]Details[/i].
[list][*]Breyta (Edit )[br]Með því að velja að breyta ( [i]Edit) [/i]þá opnast ritillinn svipað og þegar ýtt er á blýantstáknið og hægt er að breyta og aðlaga verkefnið eða bókina sem þú ert að vinna með. [br][b]Athugaðu:[/b] Þessi valmöguleiki er í boði ef þú ert höfundur námsefnisins eða ert nú þegar búin/nn/ð að taka afrit af námsefninu til að geta breytt því. [br][br][/*][*]Eyða (Delete)[br]Þú getur eytt [i]GeoGebra [/i]námsefni af þínum eigin [i]GeoGebra [/i]aðgangi.[br][b]Athugaðu:[/b] Þessi valmöguleiki er einungis í boði ef þú ert eigandi verkefnisins. [br][br][/*][*]Gera afrit (Make a Copy)[br]Taktu afrit af [i]GeoGebra [/i]verkefni til að geta breytt og lagað og vistað það á þínum [i]GeoGebra [/i]aðgangi.[br][br][/*][*][b][img width=20,height=20]https://lh6.googleusercontent.com/b1RWI0DdqzIXfc1WgM5nfn8vi9OiTAcZmsgv3Lrgqd695fVFYkCF785G1Yqjy0Pgd9m3H5t1MZkVSgYEBUSM-hk_2zYBLIMA7Dpizl9ihJXXqSEDm6thFU59YdtmL3G9-5E5Ei-k[/img] [/b](Gera uppáhald / Add to Favorites)[br]Bættu þessu [i]GeoGebra [/i]námsefni við listann þinn að uppáhaldsnámsefni.[i][br][/i][b]Athugaðu:[/b] Þú getur fundið uppáhalds-námsefnið þitt í flipanum [i]Favorites [/i]á námsefnis síðunni [i]Resources[/i] eða á þinni [i]GeoGebra [/i]heimasíðu.[br]Fyllt hjarta [img width=20,height=20]https://lh6.googleusercontent.com/e_IooUxnFpzdm6qJUrQ2cJG5dvvs6fZLk9UpTKzVg2pSXFLe4nAWxMSTIPNFPgZ5W0I36-vRpvGjsGAOX_RPXwNxrKGgFv5x74BeyKRWpeeCai6YMaofRIySmGrFyXnQopiVfIDS[/img] táknar að þú sért búin/nn/ð að merkja þetta námsefni sem eitt af þínu uppáhalds.[/*][/list]
[list][*]Skoða verkefni / Skoða bók (View Activity / View Book)[br]Opnaðu og skoðaðu námsefnið sem um ræðir[i].[br][br][/i][/*][*]+ Bæta í bók (+ Add to Book) (gildir einungis fyrir verkefni, [i]Activities[/i])[br]Þú getur bætt tilteknu kviku vinnublaði eða verkefni í bók sem þú ert með í smíðum á [i]GeoGebra[/i] vefnum með því að velja þá bók sem þú ert að vinna í eða að búa til nýja bók. Bækur eru þægileg leið til að safna saman ýmsum verkefnum.[br][b]Athugaðu:[/b] Ef bókin sem þú valdir inniheldur marga kafla, þá geturðu valið þann kafla sem þú vilt að þetta verkefni muni tilheyra með því að skoða fellilistann og velja þar kaflaheitið. Við þetta mun það námsefni sem þú ert að bæta við verða hengt neðst í bókarkaflann en þú getur að sjálfsögðu breytt röðinni með því að opna bókina í bókarritlinum og draga til innihaldið.[br][br][/*][*]Hlaða niður (Download )[br]Þú getur hlaðið niður [i]GeoGebra [/i]námsefni til að geta opnað það með [i]GeoGebra [/i]forriti þegar netið er ekki til staðar.[br][b]Athugaðu:[/b] Áður en þú hleður niður[i] GeoGebra[/i] námsefni, muntu verða beðin/nn/ð um að samþykkja notkunarskilmálana ( [i]GeoGebra's [/i][url=https://www.geogebra.org/license]non-commercial licence[/url]) sem segja m.a. til um að þú megir ekki selja námsefnið. [br][br][/*][*]Aðgengisstillingar (Access Settings )[br]Breyttu því hvort [i]GeoGebra [/i]námsefnið er sýnilegt öðrum (public), sýnilegt með hlekk (share with link) eða einungis sýnilegt þér (private).[br][br][/*][*]Deila (Share)[br]Deildu [i]GeoGebra [/i]námsefninu með öðrum í [i]GeoGebra [/i]samfélaginu.[/*][/list]
Á upplýsingasíðunni birtist yfirleitt listi yfir annað námsefni sem gæti höfðað til þín út frá því námsefni sem þú ert að skoða nú þegar:[list][*]Based Upon: Gefur lista yfir allt það námsefni sem þetta námsefni er byggt á (til dæmis, ef námsefnið er bók, þá sjást mismunandi [i]GeoGebra [/i]verkefni sem bókin er byggð á).[br][/*][*]Derived Materials: Gefur lista yfir námsefni sem er byggt á því námsefni sem þú ert að skoða (til dæmis, ef einhver hefur þýtt þetta námsefni á fleiri tungumál)[i].[/i][/*][*]Similar Resources: Gefur lista yfir námsefni sem er svipað því sem þú ert að skoða nú þegar og þú gætir því mögulega haft áhuga á.[/*][*]Books: Sýnir llista yfir allar bækur sem innihalda viðkomandi námsefni. [/*][/list]