Þrívíð form - Sívalningur og keila

Þið þurfið:
[list][*]Þykk blöð[/*][*]Reglustiku[/*][*]Skæri[/*][*]Hringfara[/*][*]Límstifti[/*][*]2,5 dl af hrísgrjónum[/*][/list]
Aðferð:
[list=1][*]Notið hringfara eða rúmfræðiforrit (geogebra) og búið til hlutana sem þarf í sívalninginn og keiluna. Munið eftir að gera ráð fyrir límkanti. Sívalningurinn á bara að hafa [b]einn[/b] grunnflöt og keilann [b]engan[/b].[/*][*]Klippið út og límið saman hlutana. Gætið þess að sívalningurinn hafi sama grunnflöt og keilan og að bæði formin séu jafn há.[/*][*]Giskið á hve margar heilar keilur komast fyrir í sívalningnum.[/*][*]Fyllið keiluna af hrísgrjónum. Gætið þess að yfirborðið sé lárétt. Tæmið úr keilunni yfir í sívalninginn. Endurtakið leikinn þar til sívalningurinn er fullur.[/*][*]Skrifið setningu um rúmmál keilu og rúmmál sívalning sem hafa sömu hæð og sams konar botn.[/*][/list]
Dæmi um hluta

Information: Þrívíð form - Sívalningur og keila