Tangram þraut búin til

Tangram þraut
Tangram þraut samanstendur af 7 flatarmyndum (þríhyrningum, tigli og ferningi) sem leggja má þannig niður í flötinn að þær þekji ferning með hliðarlengdina [i]a[/i].
Hér er dæmi um Tangram þraut þar sem raða skal bitunum þannig að myndist köttur
Verkefni
Til að smíða púslbita Tangram þrautarinnar þarf að finna hliðarlengdir allra 7 hlutanna. Þeir eru allir háðir hliðarlengdinni [i]a[/i], sem er hliðarlengd stóra ferningsins.[br][b]Ábending:[/b] Í sumum tilvikum getur reynst vel að líta á hornalínur eða hæðir. Auðveldara er að lýsa lengd með breytunni [i]a[/i] heldur en lengd samsvarandi hliða.
Hlutföllin í Tangram þrautinni
Nokkrar vísbendingar og uppástungur til að gera smíðina auðveldari.
[table][tr][td]1.[/td][td][/td][td]Sláið inn töluna [code]a = 6[/code] í inntaksreit.[/td][/tr][tr][td]2.[/td][td][icon]/images/ggb/toolbar/mode_segmentfixed.png[/icon][/td][td]Byrjið hverja rúmmynd á línustriki með gefinni lengd. Þetta gerir kleift að[br]snúa og draga til myndina seinna.[br][b]Ábending:[/b] Finnið út hliðarlengdir rúmfræðilegu formanna til að geta[br]smíðað þau í GeoGebru.[/td][/tr][tr][td]3.[/td][td][/td][td]a) Ef hæð rétthyrnds þríhyrnings er hálf lengd langhliðar, gæti borgað sig að nota setningu Þalesar við smíðina.[br]b) Ef skammhliðar rétthyrnds þríhyrnings eru þekktar, gætuð þið smíðað hann svipað og ferninginn sem kom fyrir framar.[br]c) Við smíði fernings þegar hornalínur eru gefnar, er gott að vita að þær eru hornréttar og helminga hvor aðra.[br]d) Við smíði samsíðungs hjálpar að þekkja stærð hvassa hornsins.[/td][/tr][tr][td]4.[/td][td][/td][td]Kannið smíðina ykkar með því að reyna að búa til ferning með hliðarlengd a úr myndunum.[/td][/tr][tr][td]5.[/td][td][/td][td]Raðið rúmfræðiformunum af handahófi meðfram hliðum myndagluggans. Flytjið myndina út á kvikt vinnublað og setjið skýringar fyrir nemendur á blaðið.[/td][/tr][/table]
Prófaðu að útbúa Tangram þraut svipaða þrautinni efst á þessari síðu

Information: Tangram þraut búin til